Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

"erfitt að spila við Stoke"

"Það er mjög erfitt að spila við Stoke og hvert innkast, aukaspyrna og hornspyrna sem liðið fær skapar hættu."

Er það bara ég eða er það mjög í tísku að segja að hvaða lið sem er sér erfitt að spila á móti þessa dagana ef ekki næst ásættanlegur árangur úr toppleikjum? Mér finnst stjórnarnir orðnir helst til gjarnir á þetta - ég efa ekki að alltaf er hætta úr öllum innköstum, aukaspyrnum og hornspyrnum á einhvern hátt í öllum knattspyrnuleikjum, en come on. Þetta er samt Stoke, án þess að meina þeim illt.

Frekar slappar afsaknir. Frekar bara að játa þegar illa er gert, það kemur fyrir öll lið af og til.

Vonandi taka síðan mínir menn bara Chelsea á morgun.


mbl.is Þetta var rétti tímapunkturinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guðlaugur Victor Pálsson og félagar... haha.

Verður þetta ekki nýja þemað á mbl.is núna hjá fréttum um Liverpool?

"Guðlaugur Victor og félagar hjá Liverpool unnu X. Ekki kom Guðlaugur við leik fyrr en í seinni hálfleik þar sem hann átti glæsilega tæklingu á 73. mínútu."

Er þetta ekki nýja þemað? Samúðarkveðjur til Liverpoolmanna. ;)

 


mbl.is „Er að taka risastökk“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tévez, Berbatov ofl

Margt er um góða menn á Old Trafford, en mikið finnst mér það orðið tímabært að Tévez fái að reyna sig enn betur. Maðurinn hefur gott liðshjarta, reynir á sig og kann sitt fag - og á góðum degi getur hann náð einstökum árangri. Ég held að það væri ágætt að prófa að skipta öðrum út fyrir hann af og til, væri til í að sjá hann oftar með. Bíður líka upp á góða skiptingarmöguleika, skipta honum td út fyrir Berba í seinni hálfleik.


mbl.is Tévez setur Ferguson í vanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meiri virðingu fyrir Hull en MBL, svo mikið er víst...

Já, ég efa ekki að Hull munu standa í mínum mönnum og við verðum að taka þennan leik alvarlega. Þeir hafa staðið sig vel og sýnt og sannað að það er engin tilviljun að þeir hafi tekið lið á við Arsenal.

En MBL, kommon, tvær fréttir í röð um þetta? Ég held að fréttamenn mbl þyrftu nú að fara að skoða sína eigin síðu betur. Er vinstri höndin hér að gera aftur það sem hægri hafði gert, eða ákváðu þeir bara að leggja aukalega áherslu á fréttina?

http://www.mbl.is/mm/enski/frettir/2008/10/31/brown_vill_stig_a_old_trafford/

http://www.mbl.is/mm/enski/frettir/2008/11/01/vill_stig_a_trafford/ 

 


mbl.is Vill stig á Trafford
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þeir vissu af honum.

Eitthvað finnst mér þetta nú furðulegt, þar sem harla þurfti meira eftirlit til að stöðva hann. Þeir vissu vel af þessu fyrirfram, þeir yfirheyrðu hann meira að segja daginn áður, og vissu að hann hafði skotvopn en slepptu honum lausum.

Bendir þetta ekki frekar til að ætti að endurskoða vopnalöggjöfina? Allt er nú gert til að forðast slíkt, guð forði þeim frá að þurfa að minnka vopnaeign! Alveg rosalegt finnst mér hvað sum lönd eiga erfitt með að játa að vopnaeign þeirra er vandamál.

Þetta er fyrirsláttur og ekkert annað, það þurfti ekki meira eftirlit með netinu, það þurfti að fjarlægja skotvopn frá manni sem var með lífshótanir.


mbl.is Ætla að fylgjast með netinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óska nágrönnum okkar til hamingju

Sigurinn var verðskuldaður. Sem einn þeirra ManU manna sem ber enga illvild í garð Liverpool óska ég ykkur til hamingju. Liverpool er gott lið sem átti þennan sigur fyllilega skilið, tvö toppklassa lið mættust og í dag voruð þið betur stemmdir fyrir sigurinn.

Sjáumst vonandi að nýju í toppslagnum er líður á deildina!

Skítkast til minna manna afþakkað hér á síðuna sem ávallt, ég hef engan áhuga á metingi.


mbl.is Babel tryggði Liverpool langþráðan sigur á Manchester United
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við gerum okkar, gerum okkar BESTA!!!

Já svo sannarlega! Þetta kalla ég landslið! Til hamingju Ísland!

Ekki skemmdi það fyrir þegar ég sá hóp af íslendingum af tælenskum eða svipuðum uppruna uppi í stúku, í fánalitunum hoppandi og öskrandi af spennu með öllum hinum. Ég varð svo stoltur af þessu landi okkar... sameinuð stöndum vér en sundruð föllum vér!

ÁFRAM ÍSLAND! GULL Á SUNNUDAG!

 


mbl.is Íslendingar í úrslitaleikinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjáið þetta fyrir ykkur:

Sömu frétt, nema um Bretlandseyjar. Bretar sem við þekkjum svo vel og könnumst svo vel við. Eða Þýskaland, eða Spánn.

Nærri öllum konum í Bretlandi nauðgað, og börnum niður í fjögurra ára aldur.

Nærri öllum breskum konum nauðgað. Breskum börnum niður í fjögurra ára aldur reglulega nauðgað.

Bloggheimar ÖSKRA af ógeði við fréttir af einstökum slíkum málum frá siðmenntuðum nágrönnum okkar! Vaknaðu heimur og sjáðu hverju við erum að leyfa að gerast! Eða, skiptum um stöð, fimmtugasta og önnur serían af Survivor á skjá einum. Forgangsröðun, kemur okkur ekki við.

Það er klárt mál að það er ekki sama hvar maður fæðist, ég þarf ekki að spila í lottó - ég hef þegar unnið stærsta vinninginn. Ég vildi að ég hefði ekki samviskubit yfir því, og ógeð yfir að hinir milljaramæringarnir úr þessu lottói sem unnu með mér eru sáttir við að spila golf meðan fólk sveltur að utan. Þeir unnu nú einu sinni ekki. Ekki okkar mál.


mbl.is Nær öllum konum nauðgað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleði

Þeir hlóu þegar ég sagði að í ár yrði appelsínugula byltingin! Kannski því ég sagði það líka fyrir 2 árum! Og alltaf þar áður!

En engu að síður er ég rosalega sáttur. Fyrsti leikurinn í mótinu sem ég giska rangt á, hélt að ítalir mundu vinna... en jafnframt sá leikur sem breytti mestu máli fyrir mig í riðlakeppninni. Hollenska landsliðið er ástríða mín, og gegn Ítölum ber ég djúpa vanvirðingu með smá skvettu af hatri. Eina landsliðið sem ég virkilega dýrka, og eina liðið sem mér virkilega líkar ekki við.

OG VIÐ BURSTUÐUM GÓLFIÐ MEÐ ÞEIM.

3 - 0.

3 - 0

W00t


mbl.is Holland tók Ítalíu í karphúsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Upphæðir?

Getur einhver upplýst mig um hverskonar upphæðir við erum að tala um? Er alltaf sneitt framhjá alvöru tölum í svona fréttum...

Hef nú verið að íhuga kennarann alvarlega sjálfur þannig það væri ekki verra að vita hversu há þessi byrjunarlaun eru sem eru að bregða nýjum kennurum.


mbl.is Fara kennarar í haust?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband