Sameinumst nú

Sælir íslendingar!

Um margt erum við ósammála þessa dagana, margir reiðir, margir öfgakenndir í ýmsar áttir og almennt lítið um samstöðu í þjóðfélagsandanum. En mannréttindi eru vissulega e-ð sem íslendingar eiga að geta skilið og sameinast um! Fyrir þetta fær borgarstjórinn stórt prik.

Það er ekki oft sem ég blogga á mbl.is enda þykja mér blogghættir hér almennt of öfgafullir, en mér finnst tilefni til að vekja athygli fólks á hversu stór hluti blogga um þetta er jákvæður og úr hinum ýmsu áttum! Þetta er fólk sem er sjaldnast sammála, en hér höfum við málefni til að sameinast yfir ef eitthvað.

Mannréttindi er eitthvað sem við viljum flest að stjórnmálamenn okkar standi fyrir og styðji. Vonandi taka einhverjir fleiri það til sín.


mbl.is Jón Gnarr gagnrýnir Kínverja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband