Sjáið þetta fyrir ykkur:

Sömu frétt, nema um Bretlandseyjar. Bretar sem við þekkjum svo vel og könnumst svo vel við. Eða Þýskaland, eða Spánn.

Nærri öllum konum í Bretlandi nauðgað, og börnum niður í fjögurra ára aldur.

Nærri öllum breskum konum nauðgað. Breskum börnum niður í fjögurra ára aldur reglulega nauðgað.

Bloggheimar ÖSKRA af ógeði við fréttir af einstökum slíkum málum frá siðmenntuðum nágrönnum okkar! Vaknaðu heimur og sjáðu hverju við erum að leyfa að gerast! Eða, skiptum um stöð, fimmtugasta og önnur serían af Survivor á skjá einum. Forgangsröðun, kemur okkur ekki við.

Það er klárt mál að það er ekki sama hvar maður fæðist, ég þarf ekki að spila í lottó - ég hef þegar unnið stærsta vinninginn. Ég vildi að ég hefði ekki samviskubit yfir því, og ógeð yfir að hinir milljaramæringarnir úr þessu lottói sem unnu með mér eru sáttir við að spila golf meðan fólk sveltur að utan. Þeir unnu nú einu sinni ekki. Ekki okkar mál.


mbl.is Nær öllum konum nauðgað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Því miður - hvað getur maður sagt? Þessi mikla ógn sem ríkir meðal þessa fólks virðist svo óyfirstíganlegt, þarna þarf alþjóðaaðstoð á annan hátt en nú er veitt eða meira!

Edda Agnarsdóttir, 19.6.2008 kl. 21:46

2 Smámynd: Magnús Þór Jónsson

Sannarlega ógeðfellt.

Heimurinn þarf virkilega að fara að skoða hvernig stríð eru háð á þessum "friðartímum".  Er faðir fjögurra stúlkna og þakka guði fyrir að þær þurfi ekki að búa við þessa ógn og þennan viðbjóð!

Magnús Þór Jónsson, 30.6.2008 kl. 10:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband