Sælir íslendingar!
Um margt erum við ósammála þessa dagana, margir reiðir, margir öfgakenndir í ýmsar áttir og almennt lítið um samstöðu í þjóðfélagsandanum. En mannréttindi eru vissulega e-ð sem íslendingar eiga að geta skilið og sameinast um! Fyrir þetta fær borgarstjórinn stórt prik.
Það er ekki oft sem ég blogga á mbl.is enda þykja mér blogghættir hér almennt of öfgafullir, en mér finnst tilefni til að vekja athygli fólks á hversu stór hluti blogga um þetta er jákvæður og úr hinum ýmsu áttum! Þetta er fólk sem er sjaldnast sammála, en hér höfum við málefni til að sameinast yfir ef eitthvað.
Mannréttindi er eitthvað sem við viljum flest að stjórnmálamenn okkar standi fyrir og styðji. Vonandi taka einhverjir fleiri það til sín.
Jón Gnarr gagnrýnir Kínverja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 15.9.2010 | 13:12 (breytt kl. 13:12) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nálægt stjórnarslitum vegna Davíðs og Glitnismáls | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 12.4.2010 | 12:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Van der Sar við sjúkrabeð eiginkonunnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 29.12.2009 | 12:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Virðing er e-ð sem fólk vinnur sér inn, eða fær óverðskuldað. Tevez stóð sig ágætlega hjá okkur á sínum tíma, misvel reyndar, en stóð sig vissulega ágætlega og skoraði nokkur mikilvæg mörk. Enda leikmaður liðsins, á launum, og vel liðinn af liðsmönnum sem áhangendum þá. Á þessum tíma, jafnvel svo stuttu sem upp að tveimur mánuðum fyrir brottför hans til City, talaði hann mjög vel um Ferguson. Stjórinn sem hefði breytt ferli sínum til hins betra, maður sem kynni að koma fram við alla leikmenn sína eins og þeir væru mikilvægir, og svo framvegis.
Ég hef nú trú á því að hann sé ekki beint illa innrættur vesalingurinn, eftir því sem gerðist síðar meir, heldur frekar hef ég nú trú á að Kia Joorabchian hafi veitt honum ýmis slæm ráð. Hann er nú samt ábyrgur fyrir því.
Hegðun hans undir lokin var óafsakanleg, það hefur sannast að hann hafi löngu verið með á hreinuað hann væri á förum frá United nema þeir kæmu til móts við óraunhæfan verðmiða sem Joorabchian setti á hann. Ferguson vildi tíma til að hugsa um þennan verðmiða, sem honum (réttilega) fannst hann ekki virði þótt hann væri hluti af liðinu. Að lokum, aðallega vegna þrýstings frá stuðningsmönnum,ætlaði hann að láta af kaupum standa, en þá var lítið um svör frá Tevez og co.
Frá þessum degi hefur kjafturinn á Tevez varla lokast. Hann var enn virtur, jafnvel elskaður, af stuðningsmönnum. Þótt hann færi til City, sem var vissulega vonbrigði þar sem það er lítill vafi á að ástæðan að baki því væru þeir gífurlegu fjármunir sem því fylgdu, hefði hann enn fengið góð viðbrögð frá stuðningsmönnum sem margir aðrir sem farið hafa frá djöflunum yfir árin.
Svo fór hann að tala. Og tala. Og tala. Alltaf að tala eins og stuðningsmennirnir elskuðu hann, koma með rugl yfirlýsingar um hvað Ferguson hefði varla nokkurntíman talað við hann alminnilega (aðalliðsleikmann? einmitt, trúi því.), væri vondur stjóri og hefði komið illa fram við sig. Talaði um hvað hann hefði átt bágt, ekki fengið að spila nóg (þrátt fyrir ágætis leiktíma á seinasta seasoni) og með ýmiskonar rógburð um félagið, Ser Alex Ferguson og félagaskipti hans sem áttu við engin rök að styðjast.
Að fylgjast með viðbrögðum áhangendum djöflanna við þessari hegðun, í persónu sem og á spjallborðum a'la Red Café, var eins og að horfa á kúrvu sem hélt áfram að falla neðar og neðar. Alltaf komu fleiri fjölmiðlaspil frá Tevez sem sýndu algjört dómgreindarleysi og virðingarleysi. Ef nokkur leikmaður heldur að hans contribution til United sé meira og ást til hans meiri en hjá SAF, þá er hann mjög deluded. Rógburður um klúbbinn og stjórann er óásættanlegur, og smátt og smátt missti fólk álit á honum.
Ég, eins og margir aðrir, met ennþá þann Carlos Tevez sem var hjá United fyrir það sem hann gerði. En fólk vinnur sér ekki inn friðhelgi fyrir öllu sem síðar gerist. Mér líkaði aldrei sérlega vel við attitude Ronaldo á sínum tíma þótt ég kynni að meta hans framlög til félagsins, meðan mér líkaði mun betur við Tevez. Eftir brottför þeirra frá United hefur það þó sýnst hver er stærri maðurinn að þessu leiti. Ronaldo hefur sýnt kurteisa framkomu og hagað sér herramannslega. Tevez hefur kvartað, vælt og logið sig fullan.
Þau viðbrögð sem hann fékk, átti hann skilið.
Nú vona ég að hann líti sér nær og komist yfir þráhyggju sína um stanslaus skot á United (sem standast ekki á við fyrri fullyrðingar hans). Ef hann gerir það, mun ég óska honum velfarnaðar í framtíðarstörfum. Batnandi manni er best að lifa.
Tévez vonsvikinn með viðbrögðin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 22.9.2009 | 13:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þetta er ómöguleg aðstaða fyrir námsmenn landsins. Ég veit ekki hvort þeir sem fussa og sveia yfir þessu átta sig á, að ef námsmenn (sem borga líka leigur, sumir eiga börn, afborganir - gjöld sem allir aðrir) detta úr námi vegna þess að lánin eru of lág þá verðum við atvinnulaus. Við fáum mörg ekki vinnu sem passar með skóla til að geta haldið áfram.
Ef við verðum atvinnulaus fáum við hærri pening, gefins, en við fáum nú til láns. Þar að auki er þetta spurning um endurreisn Íslands. Heldur fólk að það gerist með því að lækka menntunarstig þjóðarinnar, eða auka það?
Háskólanám forréttindi ríkra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 9.9.2009 | 08:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mikið andskoti er drengurinn duglegur við að sanna sig. Þetta kallar maður baráttuvilja! Hann vill vera áfram og er óhræddur við að sanna af hverju það sé góð hugmynd. Kannski sörinn sé bara að bíða með samninginn til að halda baráttueðlinu í honum? ;)
Hann mætti nú alveg fara að bjóða samning, held það yrði 20-30millum vel varið.
Man.Utd stigi frá meistaratitlinum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 13.5.2009 | 21:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hver er VG ársins 2009, herrar mínir og frúr sem styðja Sjálfstæðisflokkinn?
Alltaf á móti öllu, að tefja allt og andstætt öllu. Alveg óendanlega finnst mér fyndið hvað þeir urðu fljótt verri en VG, eins mikið og hægrimönnum fannst gaman að henda þessum label á vinstrifólk. Við hverju öðru bjuggust þið þá? Tek það fram að ég styð hvorugan flokkinn, mér finnst þetta bara frekar fyndið og fyrirsjáanlegt.
Einnig, annað atriði, haldið þið nú ekki að það væri aðeins auðveldara að taka mark á ykkur sem flokk ef ykkur tækist allavega að losa ykkur við Árna Johnsen? Svokölluð endurnýjun, og hann er ekki endurnýjaður, hlýtur að teljast frekar slöpp. Maðurinn er einn hataðisti stjórnmálamaður íslands, utan Vestmannaeyja, enda glæpamaður og með meiru ringlaður eins og sést á hátterni hans nú sem fyrr.
Furðulegt.
Hættið þessu helvítis væli" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 2.4.2009 | 14:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
"Skv. áætluninni er gert ráð fyrir að fjárlagahallinn verði 1.171 billjón, eða 132.000 billjónir kr., fyrir árið 2010. Hins vegar er gert ráð fyrir að hallinn verði 1.750 billjónir dala, eða 197.000 kr., á þessu fjárhagsári, sem lýkur 30. september nk."
Þetta þykir mér ansi gott. Bandaríkjastjórn stendur nú ekki mikið verr en ég á þessu ári. Kemur á óvart, en skemmtilegt. Ég treysti því bara að mbl kunni að millifæra upphæðir úr dölum og þetta sé rétt!
Maður verður nú að treysta svona stórum fréttamiðlum.
Obama dregur úr fjárlagahallanum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 26.2.2009 | 15:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Verð ég að segja að loks á undanförnum mánuðum skammast ég mín minna fyrir það. Ég var meira að segja skráður í samfylkinguna, og er þá líklega enn.
Ég styð hér með heilshugar Ágúst og hvet hann til að taka að sér það leiðtogahlutverk í stjórnarslitum og nýrri framtíð sem við afhuga samfylkingarfólk þurfum til að hafa trú á framtíðinni aftur.
Því mun hvorki vera gleymt í prófkjörum né kosningum, svo miklu get ég lofað.
Eins og við kölluðum á mótmælunum áðan: Áfram Ísland, og megi bjartari dagar vera framundan þar sem hlusta er á almenning.
Samþykktu ályktun um stjórnarslit | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 21.1.2009 | 23:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sigmundur kjörinn formaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 18.1.2009 | 15:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)