kosningaáróður.is

"Ja, sko, þetta er augljóslega því að stjórnin er svo æðisleg og búin að mynda frábært andrúmsloft, og greinilegt er að fólk bara treystir stjórninni okkar svona vel."

 Æi, svo hjartnæmt að sjá svona skemmtilega léttan áróður... það er hollt að brosa. 

Ég hef ekkert á móti staðreyndum, en mér finnst alveg í lagi að benda þessari konu á að ekkert voðalega margir styðja núverandi stjórn. Að styðja a.m.k. annan stjórnarflokkanna, hinsvegar, er mun algengara. Eflaust er þetta satt hjá Gallup og fólk treystir stjórnvöldum, mér finnst það þó í hæsta lagi rökfræðilega vafasamt að tengja það því sjálfkrafa við skoðanir fólks á stjórninni sjálfri.

Eða hvað finnst fólki? Mér finnst þetta vera sjálfstæðis/framsóknarkona að skjóta þessu inn fyrir kosningar. Efast ekki að þetta er viljandi gert.


mbl.is Baugsmálið neikvætt fyrir viðskiptalífið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Reynir Jóhannesson

Við höfum búið við mjög góða ríkisstjórn. Það er rangt það sem þú segir um að "ekkert voðalega margir styðja núverandi stjórn". En ég get verið sammála þér um eitt, og það er að Framsókn þarf ekkert endilega að vera í næstu ríkisstjórn... :P 

Reynir Jóhannesson, 3.5.2007 kl. 18:48

2 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Af hverju valdi ákæruvaldið Baugsmálið til rannsókna en ekki ábendingar varðandi að Geirfinnsmálið morðmál, dæmt í Hæstarétti þann 22. 02 1980 hefði verið dæmt á röngum forsemdum

Guðrún Magnea Helgadóttir, 3.5.2007 kl. 18:54

3 Smámynd: Friðrik Jónsson

Sæll Reynir, ef þú lest þetta.

Það er reyndar ekkert rangt hjá mér, það er ekki langt síðan skoðanakannanir sýndu að langflestir vildu öðruvísi stjórnarmyndun en núverandi

Eins og þú bendir réttilega á er þetta ekkert endilega áskot á báða flokkana og allt sem þeir hafa gert, heldur er ég einfaldlega að segja að það sé rangt að flestir styðji núverandi stjórn.

Friðrik Jónsson, 3.5.2007 kl. 21:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband