Æi, kommon...

Það geta nú alveg verið aðrar útskýringar á þessu en þessi eilífa paranoia. Persónulega finnst mér þessi lönd bara músíkalskari og samhæfðari í smekk sínum en vesturlönd. Held ekki að þetta sé neitt djöfullegt plott, enda hata margar þessar þjóðir hvora aðra. Tónlistin bara hentar þeim betur og meiri hnitmiðun í atkvæðum. Vesturatkvæðin dreifast líklega bara meira...

Annars óska ég Eiríki til hamingju með að standa sig ágætlega. Lagið var ekki alveg minn smekkur en hann stóð sig samt vel, kallinn. Vel skiljanlegt að missa sig aðeins eftir svona vonbrigði, held að flestir mundu gera það. Hvet samt fólk almennt til að gera ekki sjálfkrafa ráð fyrir að slíkir sleggjudómar yfir austur-evrópu séu endilega réttir. Kannski, en ekki endilega. :)


mbl.is Eiríkur: Samsæri austantjaldsmafíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óli Sveinbjörnss

Það er kannski í lagi að finnast þessi lönd músikalskari en ef þú ert að halda því fram að lönd sem spila fram miðaldra mönnum með enga söngrödd og syngja á Ítölsku sem þeir kunna ekki einu sinni þá hef ég nú ekki mikið álit á þínum músiksmekk eða vit á tónlist yfirleitt. Sex af þessum lögum sem komust áfram eru bara rusl og eiga ekki að heyrast í manna eyrum. Sammála Eika þetta hlýtur að hafi verið maffíuplot eða þaðan eitthvað verra.

Óli Sveinbjörnss, 10.5.2007 kl. 23:33

2 Smámynd: Björn Kr. Bragason

Þetta er líka spurning um að fara að kyngja því að það er, verður, og hefur alltaf verið klíkuskapur í kringum stigagjöfina í Júróvisjón, en það er alltaf nokkur lög sem standa upp úr og eru það áhugaverð að þau verða hafin yfir alla pólitík, sbr. finnsku ófreskjurnar sem tóku þátt í fyrra..

Ef Íslendingar vilja komast áfram þá er kominn tími til að hætta að væla yfir austantjaldsklíkuskap og senda til tilbreytingar út áhugavert lag, án kjaftfors prímadonnuflytjanda..

Björn Kr. Bragason, 10.5.2007 kl. 23:47

3 Smámynd: Arfi

Ég fílaði lettneska lagið :D Mér fannst það snilld!

Það er bara svo mikill munur á menningu okkar og menningu þeirra. Við hlustum ekki á eins tónlist og þau, svona dags daglega, við erum vön öðru. Auðvitað er MTV eða sambærilegt í austur evrópu, en ég þekki unglinga þaðan (til dæmis frá serbíu) sem hlusta á tónlist sem mér finnst bara undarleg. Þannig að mér finnst ekkert skrýtið að þau séu að kjósa hvort annað...

Hefði ég týmt að kjósa hefði ég kosið Lettland

Arfi, 11.5.2007 kl. 19:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband