Ekki það að ég hafi ekki brennandi áhuga á ferli Þingvallastjórnarinnar okkar nýju, en þurfum við virkilega að fá 2-3 uppfærslur á dag sem basically segja "ennþá er verið að mynda stjórn".... "allt gengur vel, verið að mynda stjórn enn".... "stjórnarmyndunarumræður enn í gangi, góður andi", etc?
Annars er ég mjög bjartsýnn á þessa stjórn ef samfylkingin deyfir aðeins peningaaðhald sjálfstæðisins, bara nokkuð. Góð reynsla af fjármálum ríkisins frá sjálfstæðinu ásamt betri stefnu í mörgum þjóðfélagsmálefnum hjá samfylkingunni... gæti verið mjög góð blanda ef xS stendur á sínu. Þingvallarstjórnin getur haldið peningamálunum okkar góðum og tekist á við að bæta kjör þeirra sem þess þurfa, sett EINHVERN smávegis hömul á stóriðjumaníuna, lagað til heilbrigðismál okkar og almennt sett meiri sáttarsvip á stjórn þessa lands.
Nú hafa hægrimenn, með nokkrum meirihluta, haldið algjörum völdum í tíma og skiljanlegt að aðrir séu bitrir þar sem stór hluti þjóðarinnar hefur ekki haft neitt um að segja. Vonandi mun Þingvallastjórnin gera betur og finna hinn gullna meðalveg sáttar, hagsældar og umbóta!
xS!
Fundur stendur enn yfir á Þingvöllum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 20.5.2007 | 15:45 | Facebook
Athugasemdir
Vona bara að S fá ekki fjármálaráðuneytið. Reykjavík er ekki enn búin að bíta úr nálinni með fjármálaóreiðu R-listans.
Ívar Jón Arnarson, 20.5.2007 kl. 16:28
ég er svoooo sammála þér, Friðrik!! Ég er að kafna.
*kafnar*
*deyr*
Arfi, 22.5.2007 kl. 10:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.