Björn Ingi, flensan og spilling í íslenskum stjórnmálum.

Í miðjum alvarlegum samræðum við vinnu í dag bárust mér hin uggvænlegu tíðindi í skilaboðum: "borgin er fallin." - vel orðað og hnitmiðað, borgin er fallin. Mér kom til hugar lína úr hinni nýjustu bók um Harry Potter, "The ministry has fallen. Scrimgeour is dead." á litlum miða. Sem betur fer er hann Villi kallinn nú ekki dauður, þótt ekki muni ég sakna hans!

Annars er nú merkilegt hvað hann veikist hentuglega, hann Björn Ingi. Alveg svakalega finnst mér þessi maður útúrspilltur og gjörsamlega ótreystandi. Ég hef aldrei vitað annað eins. Eða kannski er þetta bara flensan? Ný aukaverkun. Hann var nú líka með hana seinast þegar hann myndaði samstarf um borgarstjórn var það ekki?

Sem samfylkingamaður óska ég Degi til hamingju með borgarstjórnarstólinn og vona að hann standi sig vel. Vonandi sér hann í gegnum Björn Inga jafn vel og flest okkar, ætti ekki að vera erfitt, hann er jafn gegnsær og gler, og drullan hinum megin er nú ekkert lítil.

Ný stjórn í Reykjavík og skref í rétta átt, þótt við höldum mesta skítalabbanum er hitt þó allavega mjög góð skipti. Verður vonandi smá vorhreingerning á baktjaldaruglinu í borgarstjórn, Dagur kallar inn hreingerningaliðið, þess er að vona...

Þetta er víst ágætis dagur eftir allt saman. Því, jú...

Borgin er fallin.


mbl.is Samkomulag um nýjan meirihluta handsalað klukkan 14
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband