Gleðifregnir í morgunsárið, fyrsta lotan búin í forkeppni um tilnefningu til forseta Bandaríkjanna er lokið. Obama vinnur öruggan sigur og framtíð bandaríkjanna er bjartari fyrir vikið.
Hillary er ekki treystandi, sem fulltrúi aristókratahefðar sem hefur svikið flestallt það sem hún hélt upprunalega fram, á margföldum launum frá lobbyist hópum og hún hefur margsvikið og tvístigið orð sín. Vissulega hefði verið gott að fá kvenkyns forseta, en henni er ekki treystandi, alveg þess að auki að talið er að mun meiri líkur yrði á að Obama ynni sjálfar kosningarnar en hún þar eð mjög fáir repúblíkanar segjast telja möguleika á að kjósa hana.
Obama mun hreinsa til í hvíta húsinu, stefnur hans eru stefnur sáttar innan þjóðarinnar, hófsemdar og félagslegra umbóta. Stefnur sem munu taka á grófu valdi lobbyista innan Washington og stilla til friðar við alþjóðasamfélagið. Obama er táknrænn fyrir nýja Ameríku, þar sem hann sjálfur aldist upp að nokkru leiti utan Bandaríkjanna.
Í dag hefst vonandi nýr kafli Bandaríkjanna, kafli leiddur af Barack Obama.
Huckabee og Obama sigruðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 4.1.2008 | 08:29 | Facebook
Athugasemdir
Obama08 er klárlega málið! Mikil gleði í morgun!
Barack Obama (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 09:03
Amen bræður!
Róbert Björnsson, 4.1.2008 kl. 09:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.