Afmyndun lýðræðis hefur átt sér stað. Mikið glemur hátt í sumum sjálfstæðismönnum "þetta var gert við okkur, við megum gera þetta". Skólalóðafanturinn sem var ýtt, og lemur í fésið í hefnd við fyrsta tækifærið. Mikið er ég þreyttur á þeim samanburði - sem á sér engan stuðning í raunveruleikanum.
Seinasti meirihluti átti sér gífurlegan stuðning meðal Reykvíkinga almennt, sá fyrsti hafði misst allt traust vegna gjörða sinna þegar hann er felldur. Þjóðfélagið almennt hljóðaði hátt og skýrt um það. Þar var því myndaður nýr meirihluti (meðal annars að undirlagi Ólafs, vel að merkja) sem allar kannanir hafa sýnt að nýtur gífurlegs stuðnings meðal Reykvíkinga.
Nú var hann felldur, ekki því einhver innan meirihlutans ákvað að tími væri til að segja "nóg er komið", heldur því Ólafur, sem hefur varla látið sjá sig, fór bak við samstarfsmenn sína undir merkjum F-listans og stofnað óstarfhæfan meirihluta sem er til skammar - og er svo veikur að sjálfur Borgarstjóri (sem vel að merkja er oft á ferði og flugi vegna starfa sinna) skal mæta á alla fundi. Nú skal sjálfstæðisfólk vona að Ólafur haldi heilsu, ella mun valdagræðgin verða þeim fyrr að falli en næstu kosningum - sem annars mun svo sannarlega verða.
Vel að merkja, réttur er til mótmæla hér á landi. Ef of mikil læti telja vera af því er það réttur forseta borgarstjórnar til að rýma fundinn - en barnalætin finnst mér ekki vera að mótmæla, heldur hitt það fólk hér á netinu sem alhrópar mótmæli sem barnaleik.
Ef vegið er svo að rétti okkar til að láta í okkur heyra, þegar okkur er svo hrikalega misboðið, eigum við að láta í okkur heyra! Þetta fólk er í umboði fólksins að afskræma óskir þess, og þá skal glymja í öllum hornum: Við mótmælum öll!
Hávær mótmæli í Ráðhúsinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 24.1.2008 | 13:11 | Facebook
Athugasemdir
heyr heyr!! við mótmælum öll sérstaklega þegar svona skrípaleikur á sér stað!
Guðný Lára, 24.1.2008 kl. 13:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.