Eitthvað finnst mér þetta nú furðulegt, þar sem harla þurfti meira eftirlit til að stöðva hann. Þeir vissu vel af þessu fyrirfram, þeir yfirheyrðu hann meira að segja daginn áður, og vissu að hann hafði skotvopn en slepptu honum lausum.
Bendir þetta ekki frekar til að ætti að endurskoða vopnalöggjöfina? Allt er nú gert til að forðast slíkt, guð forði þeim frá að þurfa að minnka vopnaeign! Alveg rosalegt finnst mér hvað sum lönd eiga erfitt með að játa að vopnaeign þeirra er vandamál.
Þetta er fyrirsláttur og ekkert annað, það þurfti ekki meira eftirlit með netinu, það þurfti að fjarlægja skotvopn frá manni sem var með lífshótanir.
Ætla að fylgjast með netinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 23.9.2008 | 20:01 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.