Um virðingu.

Virðing er e-ð sem fólk vinnur sér inn, eða fær óverðskuldað. Tevez stóð sig ágætlega hjá okkur á sínum tíma, misvel reyndar, en stóð sig vissulega ágætlega og skoraði nokkur mikilvæg mörk. Enda leikmaður liðsins, á launum, og vel liðinn af liðsmönnum sem áhangendum þá. Á þessum tíma, jafnvel svo stuttu sem upp að tveimur mánuðum fyrir brottför hans til City, talaði hann mjög vel um Ferguson. Stjórinn sem hefði breytt ferli sínum til hins betra, maður sem kynni að koma fram við alla leikmenn sína eins og þeir væru mikilvægir, og svo framvegis.

Ég hef nú trú á því að hann sé ekki beint illa innrættur vesalingurinn, eftir því sem gerðist síðar meir, heldur frekar hef ég nú trú á að Kia Joorabchian hafi veitt honum ýmis slæm ráð. Hann er nú samt ábyrgur fyrir því.

Hegðun hans undir lokin var óafsakanleg, það hefur sannast að hann hafi löngu verið með á hreinuað hann væri á förum frá United nema þeir kæmu til móts við óraunhæfan verðmiða sem Joorabchian setti á hann. Ferguson vildi tíma til að hugsa um þennan verðmiða, sem honum (réttilega) fannst hann ekki virði þótt hann væri hluti af liðinu. Að lokum, aðallega vegna þrýstings frá stuðningsmönnum,ætlaði hann að láta af kaupum standa, en þá var lítið um svör frá Tevez og co.

Frá þessum degi hefur kjafturinn á Tevez varla lokast. Hann var enn virtur, jafnvel elskaður, af stuðningsmönnum. Þótt hann færi til City, sem var vissulega vonbrigði þar sem það er lítill vafi á að ástæðan að baki því væru þeir gífurlegu fjármunir sem því fylgdu, hefði hann enn fengið góð viðbrögð frá stuðningsmönnum sem margir aðrir sem farið hafa frá djöflunum yfir árin.

Svo fór hann að tala. Og tala. Og tala. Alltaf að tala eins og stuðningsmennirnir elskuðu hann, koma með rugl yfirlýsingar um hvað Ferguson hefði varla nokkurntíman talað við hann alminnilega (aðalliðsleikmann? einmitt, trúi því.), væri vondur stjóri og hefði komið illa fram við sig. Talaði um hvað hann hefði átt bágt, ekki fengið að spila nóg (þrátt fyrir ágætis leiktíma á seinasta seasoni) og með ýmiskonar rógburð um félagið, Ser Alex Ferguson og félagaskipti hans sem áttu við engin rök að styðjast.

Að fylgjast með viðbrögðum áhangendum djöflanna við þessari hegðun, í persónu sem og á spjallborðum a'la Red Café, var eins og að horfa á kúrvu sem hélt áfram að falla neðar og neðar. Alltaf komu fleiri fjölmiðlaspil frá Tevez sem sýndu algjört dómgreindarleysi og virðingarleysi. Ef nokkur leikmaður heldur að hans contribution til United sé meira og ást til hans meiri en hjá SAF, þá er hann mjög deluded. Rógburður um klúbbinn og stjórann er óásættanlegur, og smátt og smátt missti fólk álit á honum.

Ég, eins og margir aðrir, met ennþá þann Carlos Tevez sem var hjá United fyrir það sem hann gerði. En fólk vinnur sér ekki inn friðhelgi fyrir öllu sem síðar gerist. Mér líkaði aldrei sérlega vel við attitude Ronaldo á sínum tíma þótt ég kynni að meta hans framlög til félagsins, meðan mér líkaði mun betur við Tevez. Eftir brottför þeirra frá United hefur það þó sýnst hver er stærri maðurinn að þessu leiti. Ronaldo hefur sýnt kurteisa framkomu og hagað sér herramannslega. Tevez hefur kvartað, vælt og logið sig fullan.

Þau viðbrögð sem hann fékk, átti hann skilið.

Nú vona ég að hann líti sér nær og komist yfir þráhyggju sína um stanslaus skot á United (sem standast ekki á við fyrri fullyrðingar hans). Ef hann gerir það, mun ég óska honum velfarnaðar í framtíðarstörfum. Batnandi manni er best að lifa.


mbl.is Tévez vonsvikinn með viðbrögðin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnar Bergur Guðjónsson

Algjörlega sammála þér í einu og öllu.

Reyndar þá stóð Berbatov sig betur á síðasta tímabili heldur en Tevez,
Berba skilaði 9 mörkum og 9 stoðsendingum í úrvalsdeildinni en Tevez var með 5 mörk og 3 stoðsendingar.

Arnar Bergur Guðjónsson, 22.9.2009 kl. 16:06

2 identicon

Alveg sammála.

Ekki oft sem maður sér vel skrifuð og rökstudd blogg í tengslum við enska boltann. Skemmtileg tilbreiting

Rúnar (IP-tala skráð) 22.9.2009 kl. 20:03

3 Smámynd: Ólafur Gíslason

Respect!

Ólafur Gíslason, 22.9.2009 kl. 23:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband