...hið íslenska, það er.
Fokk hvað mér brá, að opna mbl fyrir háttinn og lesa fyrirsögnina "Vopnaður maður Í NASA drap gísl sinn og síðan sjálfan sig", fraus í alveg smástund áður en ég las meira - hélt að enn væri að bætast við tragedíur okkar íslendinga. :P
Sem betur fer ekki...
Vopnaður maður í NASA drap gísl sinn og síðan sjálfan sig | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 21.4.2007 | 01:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Framsýn! Kraftur! Staðfesta! Stöðugleiki!
Sem vanalega er nóg um stóru orðin hjá framsókn. Kannski ef þeir segja nógu mikið af jákvæðum orðum bætir það upp fyrir þá staðreynd að EKKERT stendur að baki stefnu þessa flokks?
Undarlegur flokkur... held þeir ættu nú bara að fara að játa fyrir sér að þeir hafa ekkert eftir að segja í pólitík.
Framsókn er útbrunnið kerti sem lifir á fornum verkum. Nú til dags höfum við sem betur fer ljósaperur, elsku Framsókn! Tími til að setja framsókn upp á skrauthilluna hjá hinum kertunum, þar sem hún á heima.
Framsóknarmenn boða áframhaldandi uppbyggingu atvinnulífsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 10.4.2007 | 13:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ég fæ kjánahroll við að lesa þetta. Annaðhvort hefur viðkomandi kona í alvöru gert þetta (*HÓST*NEI) eftir að vera heilaþvegin af of miklu hollywoodmyndakjaftæði í æsku, eða þá þetta er feit og safarík lygi til að öðlast mynduglegar fjárfúlgur.
Ef ég væri forseti Írans væri ég líklegast að grúfa höfði í höndum mér núna, svo gífurlegur yrði kjánahrollurinn.
Segist hafa sagt Íransforseta til syndanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 10.4.2007 | 13:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eitt sinn var svo spáð að einn daginn mundu vísindi verða svo þróuð og ótrúleg, að enginn yrði munurinn milli getu þeirra og þess sem litið var á sem galdra.
Erum við nú loksins að ná þangað? Næst á listanum: Fljúgandi kústar í stað bíla.
Umhverfisvænir líka, geri ég ráð fyrir!
Verkfræðingar hanna hulinsskikkju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 9.4.2007 | 13:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nú lifum við á merkum tímum, því mörkin milli sannleika og lyga virðast sífellt deifast. Fjölmiðlar tröllríða öllu upplýsingaflæði og hægt er komast upp með ýmislegt.
Ég verð nú bara að segja að hvort sem satt er eður ei um meinta misþyrmingju, finnst mér að þetta fólk eigi enga virðingu skilna við svona hegðun. Ekki getur hún hafa verið slæm fyrst þau eru farin að taka greiðslum frá fjölmiðlum um málið svo skömmu síðar.
Hvernig á maður að geta treyst að einhver segi satt, eða ósatt, þegar svona fjölmiðlafár tröllríður málinu? Betur er borgað fyrir illa meðferð heldur en góða. Ekki fá þessir hermenn borgað fyrir að segja frá tepartíum og dúnsængum, geri ég ráð fyrir. Þannig hvort sem hún var góð eður vond, fáum við að heyra um vonda.
Leyfi bresku sjóliðanna til að þiggja greiðslu fyrir frásagnir gagnrýnt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 8.4.2007 | 21:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hefð er fyrir því hjá mér að hefja nýtt blogg með stórorðuðum heitum um tilgang þess - sem óneitanlega standast aldrei. Flestar hefðir, sem þessi, eru eflaust úreltar og úrkynjaðar. En þar sem ég er mikill stuðningsmaður úrkynjunar, skal ég viðhalda henni enn um sinn.
Sannleikurinn er sá að þetta var stofnað einungis til að nýta mér hinn skemmtilega afvarpaða rétt okkar til að blogga um fréttir mbl.is. Hér er ventill minn fyrir áhyggjur mínar um stefnu þrjósks þjóðfélags og þreitandi þjóðar, og njótið nú vel!
Meira hef ég ei að segja, og kveð því að sinni.
-IN.
Stjórnmál og samfélag | 8.4.2007 | 21:04 (breytt kl. 21:12) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)