Stór orð hjá litlum hugum

Framsýn! Kraftur! Staðfesta! Stöðugleiki!

Sem vanalega er nóg um stóru orðin hjá framsókn. Kannski ef þeir segja nógu mikið af jákvæðum orðum bætir það upp fyrir þá staðreynd að EKKERT stendur að baki stefnu þessa flokks?

Undarlegur flokkur... held þeir ættu nú bara að fara að játa fyrir sér að þeir hafa ekkert eftir að segja í pólitík.

Framsókn er útbrunnið kerti sem lifir á fornum verkum. Nú til dags höfum við sem betur fer ljósaperur, elsku Framsókn! Tími til að setja framsókn upp á skrauthilluna hjá hinum kertunum, þar sem hún á heima.


mbl.is Framsóknarmenn boða áframhaldandi uppbyggingu atvinnulífsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert ungur eins og ég, veist ekki neitt hvernig tímarnir voru áður en framsókn komst til valda 1995. Ættir að tala við þá sem vita hvernig ástandið var áður. Ég ætla kjósa framsókn, því þessi flokkur vinnur fyrir fólkið í landinu.

Óttar H. (IP-tala skráð) 10.4.2007 kl. 13:59

2 identicon

Já þetta er sorglegur póstur hjá aðila með lítið vit á heiminum.  Þú kastar fram fullt af fullyrðingum og gífuryrðum.  En hvað stendur á bak við það, hvað er það sem flokkurinn hefur verið að gera í félagsmálum? menntamálum? heilbrigðismálum? atvinnumálum....o.s.frv.  Hvernig heldurðu kúturinn að standi á því að hér er stórkostleg kaupmáttaraukning ár eftir ár? Hvernig stendur á því að hér er ekkert atvinnuleysi? Hvernig stendur á öllum þessum hagvexti?

Heldurðu að þessir hlutir hafi gerst af sjálfu sér?

Snæþór S. Halldórsson (IP-tala skráð) 10.4.2007 kl. 14:16

3 Smámynd: Friðrik Jónsson

Þetta er blogg, það góða við blogg er það að þótt ég hafi mörg og (að mínu mati) góð rök að baki því sem ég tel, þarf ég ekki að telja það fram. Það er fávísi að telja að þótt ég standi ekki í upptalningu, sé ég ekki með slík rök til staðar.

Ég stend ekki í kosningabaráttu, bara að henda fram skoðun mínum á þessum flokk. Það sem þið segið bendir einmitt á vandamálið, FORNA frægð. Ég er sammála mjög mörgu sem þessi flokkur hefur, áður fyrr, komið í gegn. En langt er síðan þeir hafa sínt þá framsýni sem þarf, að mínu mati. Aldur kemur þar ekkert inn, enda er ég SAGNFRÆÐINEMI, eins og þið athugulu menn hafið eflaust séð þegar þið leituðuð aldurs míns - ég hef alveg nokkuð haldgóða þekkingu á hvað hann gerði, nógu góða til að geta myndað mér skoðun.

Það breytir nákvæmlega engu hvað flokkurinn gerði. Fólkið í honum, stefnur hans og (mikilvægast af öllu) aðstaðan á landinu eru breytt. Núna, er ekkert vit í flestu sem núverandi aðstandendur hans segir.

Einnig, til Óttars, allir flokkar vinna fyrir fólkið í landinu, eða telja sig gera það (svo ætla ég allavega að vona). Það er bara einfaldlega ekki nóg að telja sig vera að gera það sem er fyrir bestu, ef niðurstaðan er önnur. Við erum einfaldlega ósammála um þessa niðurstöðu.

Friðrik Jónsson, 10.4.2007 kl. 18:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband