Katrín Jakobsdóttir: Þinn tími er kominn?

Lengi hefur mér fundist Katrín Jakobsdóttir með björtustu hugum og sálum okkar íslendinga og okkur er sómi í að hafa slíka kraftakonu á Alþingi.

Nú held ég að sé ljóst að tómahljóð er komið í hina annars mjög kraftmiklu trommu sem Steingrímur er. Ekki verður tekið af manninum að hann er góður ræðumaður um sum mál, en hann skortir það sem Vinstri Grænir þurfa: Charisma fyrir víðari hóp kjósenda, smá meiri klókindi og aðeins minni sjálfsumgleði, sterka forystu fyrir aðalmálefni þeirra kjörhóps og minna af hans sérvisku.

Það er kominn tími á Steingrím formann. Ég kaus xS nú, en hef lengi þar áður verið vinstri grænn. Að hluta til fældi formaðurinn og stefnumál hans mig í burtu.

Katrín Jakobsdóttir: Þinn tími er kominn! Taktu við karlanganum, í sátt og góðu. Vinstri Græn hafa fengið sína brenniskírn í stjórnmálum, nú þarf að taka það efni sem til er og móta skírari og sterkari stjórnmálaflokk sem er stjórnhæfur og klókur. Katrín er rétta konan til þess.

Ég skora einnig á Steingrím að létta aðeins á biturleikanum og "fara á braut með reisn". Það er nokkuð augljóst að annars er hann bara að fara að draga VG niður í svaðið með sér, ef hann reynir að hanga í þessu... og sama hvað mörgum hægrimönnum finnst, er margt sem VG stendur fyrir sem þarf að koma í gegn í þessu þjóðfélagi. Losna við Steingrím og helstu forsjárhyggjuna og fornaldarhugsunina, áfram til framtíðar!


mbl.is Steingrímur J. Sigfússon: Samfylkingin gafst upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Steingrímur var besti ræðumaður kvöldsins eins og ævinlega. Ágætar ræður fluttu bæði Guðni Ágústsson og Siv. Afbragsðvel mæltist Guðjóni Arnari og Kristni H. Guðfríður Lilja var í lagi en Katrín Jakobsdóttir sannaði einu sinni enn að henni er fyrirmunað að semja ræður og flytja.

Árni Gunnarsson, 31.5.2007 kl. 22:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband