Áskorun á íslenskan almenning:

Hættið þessari hræsni!

Þessi þjóð keyrir á ofsahraða hvern einasta dag, 95% af fólki keyrir yfir hámarkshraða 90% af tímanum. Hell, LÖGGAN hefur oftar en einu sinni og oftar en tvisvar tekið fram úr okkur skötuhjúunum þegar við erum -á- hámarkshraðanum (án ljósa).

Samt er fólk að brjálast í múgæsingu yfir þessu ástandi? Jú vissulega keyra einhverjir of hratt, og vissulega á að stöðva slíkt. En það er eitthvað að þegar við erum komin svo langt í múgæsingu að við séum farin að réttlæta morð.

Á að fara að skjóta alla sem stunda hraðakstur á bílum eða velta bílunum þeirra ofan í skurði? Móturhjól á svona hraða á naglabelti er DAUÐADÓMUR. Ég ætla nú andskotans að vona að við höfum betri hluti til að laga í réttarkerfinu okkar áður en við förum að drepa fyrir hraðakstur. Til dæmis refsingar gegn nauðgunum og þesslags, sem ÞARF í alvöru að gera?

Gerið það fyrir mig, gott fólk, íhugið aðeins áður en þið takið þátt í múgæsingu. Við erum siðmenntað ríki, getum ekki farið að gleyma okkur í lögleiðingu siðvillu eins og þessarar.

Tek fram að ég er ekki bifhjólamaður, hef aldrei verið og mun líklegast aldrei verða. Ég er bara þáttakandi í umferðinni sem er ósáttur við tvískinnungshátt hins sama almennings og er oft að stefna mér og kærustunni (sem reynum að fylgja settum reglum) í hættu með þursaskap. Stundum finnst mér ég heppinn að lifa af, bara...

Stöndum við reglurnar sjálf áður en við dæmum, og dæmum þá sanngjarnt. Verum á MÓTI löglegum dauðarefsingum fyrir umferðarbrot án dóms og laga.


mbl.is Lögreglan fái búnað til að stöðva hraðakstur bifhjóla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband