MBL segir ekki alla söguna.

Sem oft með fréttamiðla í þessari keppni er sjaldan öll sagan sögð, eða stórum hlutum af henni. Allir virðast þeir, viljandi eður ei, sleppa stórum hlutum. Les ýmsa útlenska miðla á hverjum degi þessa dagana þó nokkuð, enda stór áhugamaður um bandarísk stjórnmál.

-Ástæðan- fyrir að Obama er að fá meira af pening er sú að hann er með mun stærri og sterkari grassroots hreyfingu. Sama ástæða og hann vinnur öll caucus-ríki. Talið er um að slík eining meðal kjósenda, nýrra kjósenda sé eitthvað alveg nýtt í bandarískum stjórnmálum. Hvort sem er ríkir eða fátækir flokkast fólk að til að gefa honum pening og segir frá því stolt ásamt rómuðu línum kosningabaráttu hans, "Yes we can!". Las bara seinast í gær pósta frá fólki sem ætlaði að BORÐA MINNA í mánuðinum til að hafa efni á að gefa honum, og aðrir sem ætluðu að kaupa minna af bensíni til hitingar á húsum sínum... og unglingar að selja ipods og fleira á ebay til að safna pening fyrir hann.

Clinton einfaldlega er uppurin með þann pening sem hún má löglega fá frá hinum venjulega stuðningsmönnum clinton-veldisins, þar sem hver einstaklingur má aðeins gefa ákveðið topp. Henni er ekki að ganga nógu vel til að fá fleira fólk til að gefa nógu mikið aukalega til að bæta upp fyrir það.

Það sem ég átti annars við með fyrirsögninni á þessari færslu hafði meira að gera með rökræðurnar. Staðreyndin er sú að allar skoðanakannanir og reynslur núna sýna að því meiri tíma sem Obama hefur til að fara þangað sem kosið verður og kynna sig fyrir fólkinu, rífst fylgi hans upp gífurlega hratt og mikið. Því meiri tíma, því meira landslide-i hefur hann unnið með. Of margar debates hefta virkilega mikið möguleika hans á að halda stóra fjöldafundi í fylkjunum sem kjósa næst (enda fær hann uþb 5falt fleiri að lágmarki á sýna fundi en hun á hennar). Því er það stórsniðugt hjá Clinton, sem er með mun minna fjármagn nú til að kynna sig á annan hátt, að reyna að fá margar rökræður - þar sem hún þarf ekkert að borga fyrir þær og tefur Obama þar að auki um leið.

Obama samþykkti einnig -tvær-, ekki eina, á næsta mánuði. Eina í Ohio og eina í Texas. Hann samþykkti engar fyrir það því hann leiðir sterkt í öllum ríkjum sem kjósa í febrúar og getur raðað upp nærri því átta sigrum ef hann hefur tíma til að kynna sig fyrir fólkinu. Ætti að halda að það þurfi nú ekki að rökræða vikulega, fólk getur nú fylgst með þessum rökræðum hvenær sem er hvaðan sem er.

Afsaka einhvern pirring í þessari færslu, en mér hefur fundist fréttaflutningur af þessari keppni innanlands frekar litaður á hlið Clinton; sem hefur gert ansi margt ófagurt í þessari keppni sem fælt hefur fólk frá. T.d. þegar "super tuesday" var litaður sem stór sigur fyrir hana, þegar hún rétt marði að fá fleiri kjörmenn úr sjálfum deginum, rétt marði kaliforníu (frá fyrstu tölum þegar talað var um stórsigur hennar hvarf yfir 20 stiga forysta hennar í uþb 8) og er ennþá undir í kjörmönnum almennt. Einnig var sýnt fram á að Obama vann mun stærra í þeim sem kusu á sjálfan kjördag, hefði m.a. unnið kaliforníu með nokkrum mun, og aðeins var svokallað "early voting", þ.e. fólk sem kaus snemma áður en það hafði kynnst honum, sem breytti stöðu mála.

Fólk talar oft um að tími sé fyrir kvenforseta í BNA, og ég gæti ekki verið meira sammála - en réttan kvenforseta. Ekki einhverja eins og Clinton sem mun skilja eftir sig meiri ósátt en nokkuð annað.

Takk fyrir.


mbl.is Peningarnir streyma til Obama
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband